Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Síðastliðna helgi voru haldin fyrstu mót vetrarins fyrir yngri flokka í handbolta. Lið Víkings stóðu sig frábærlega og í heildina voru það fimm lið sem sigruðu sínar deildir.

 

Stelpurnar í 5. flokki kvenna á eldra ári unnu 3. deildina með fullt hús stiga. Þjálfararnir þeirra eru Marínó Gauti og Sigurður Páll.

Strákarnir í 5.flokki karla á eldra ári tóku einnig þátt á mótinu en lið 1, 2 og 4 unnu sínar deildir en lið 3 lenti í öðru sæti í sinni deild. Þjálfararnir þeirra eru Dagur og Nökkvi.

Að lokum var það 6. flokkur karla á eldra ári sem tók sigur á móti en lið 4 sigraði sína deild með fullt hús stiga. Þjálfararnir þeirra eru Heiðar Snær og Sigurður Páll.

 

Ótrúlega flottur árangur hjá þessum ungu og efnilegu Víkingum! Framtíðin er björt!

Áfram Víkingur!❤🖤

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Samið við HSÍ um æfingar landsliða Íslands hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matthías Vilhjálmsson leggur skóna á hilluna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Fulltrúar Víkings í æfingahópum yngri landsliða í handbolta!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar