Hér má sjá keppnishóp Víkings

Frábær árangur á Skíðamóti Íslands – fjöldi titla í hús

Frábær árangur Víkinga á Skíðamóti Íslands og fjöldi Íslandsmeistaratitla í hús 🏆
Skíðamót Íslands fór fram í Bláfjöllum í gær. Dagurinn byrjaði á stórsvigi þar sem Bjarni Þór Hauksson sigraði karlaflokkinn og þar að leiðandi einnig flokk 18-20 ára.
1. sæti – Bjarni Þór Hauksson – Víkingur
2. sæti – Tobias Hansen – Skíðafélag Akureyrar
3. sæti – Gauti Guðmundsson – KR

Bjarni Þór Hauksson

Í stórsvigi kvenna voru úrslitin:
1. sæti – Elín Elmarsdóttir Van Pelt – Víkingur
2. sæti – Sara Mjöll Jóhannsdóttir – Ármann
3. sæti – Eyrún Erla Gestsdóttir – Víkingur

Elín Elmarsdóttir Van Pelt

Elín sigraði einnig flokk 18-20 ára og Eyrún Erla var önnur í flokki 16-17 ára. Þórdísi Helgu hlekktist því miður á neðarlega í brautinni og þurfti að hætta keppni.
Í svigi kvenna var Eyrún Erla hlutskörpust eftir harða keppni. Eyrún sigraði því einnig flokk 16-17 ára.
1. sæti – Eyrún Erla Gestsdóttir – Víkingur
2. sæti – Hjördís Birna Ingvadóttir – Ármann
3. sæti – Sara Mjöll Jóhannsdóttir – Ármann
Elín og Þórdís Helga hættu báðar keppni í fyrri ferð og luku því ekki keppni.
Í svigi karla var æsispennandi keppni þar sem Bjarni Þór sigraði. Bjarni Þór sigraði einnig flokk 18-20 ára.
1. sæti – Bjarni Þór Hauksson – Víkingur
2. sæti – Matthías Kristinsson – Skíðafélag Ólafsfjarðar
3. sæti – Gauti Guðmundsson – KR
Í alpatvíkeppni þá sigraði Bjarni Þór karlaflokkinn og flokk 18-20 ára. Eyrún Erla sigraði kvennaflokkinn og flokk 16-17 ára ásamt Söru Mjöll Ármanni en þær voru hnífjafnar.
Kempurnar Georg Fannar og Hilmar Snær tókum fram skíðin í tilefni landsmóts. Georg Fannar hafnaði í 7. sæti í báðum greinum en Hilmar keppti aðeins í svigi en hlekktist á og lauk ekki keppni.
Frábær árangur hjá hópnum. Til hamingju öll 👏🏼👏🏼

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar