fbpx

Frábær árangur á Skíðamóti Íslands – fjöldi titla í hús

8. apríl 2024 | Skíði
Frábær árangur á Skíðamóti Íslands – fjöldi titla í hús
Hér má sjá keppnishóp Víkings
Frábær árangur Víkinga á Skíðamóti Íslands og fjöldi Íslandsmeistaratitla í hús 🏆
Skíðamót Íslands fór fram í Bláfjöllum í gær. Dagurinn byrjaði á stórsvigi þar sem Bjarni Þór Hauksson sigraði karlaflokkinn og þar að leiðandi einnig flokk 18-20 ára.
1. sæti – Bjarni Þór Hauksson – Víkingur
2. sæti – Tobias Hansen – Skíðafélag Akureyrar
3. sæti – Gauti Guðmundsson – KR

Bjarni Þór Hauksson

Í stórsvigi kvenna voru úrslitin:
1. sæti – Elín Elmarsdóttir Van Pelt – Víkingur
2. sæti – Sara Mjöll Jóhannsdóttir – Ármann
3. sæti – Eyrún Erla Gestsdóttir – Víkingur

Elín Elmarsdóttir Van Pelt

Elín sigraði einnig flokk 18-20 ára og Eyrún Erla var önnur í flokki 16-17 ára. Þórdísi Helgu hlekktist því miður á neðarlega í brautinni og þurfti að hætta keppni.
Í svigi kvenna var Eyrún Erla hlutskörpust eftir harða keppni. Eyrún sigraði því einnig flokk 16-17 ára.
1. sæti – Eyrún Erla Gestsdóttir – Víkingur
2. sæti – Hjördís Birna Ingvadóttir – Ármann
3. sæti – Sara Mjöll Jóhannsdóttir – Ármann
Elín og Þórdís Helga hættu báðar keppni í fyrri ferð og luku því ekki keppni.
Í svigi karla var æsispennandi keppni þar sem Bjarni Þór sigraði. Bjarni Þór sigraði einnig flokk 18-20 ára.
1. sæti – Bjarni Þór Hauksson – Víkingur
2. sæti – Matthías Kristinsson – Skíðafélag Ólafsfjarðar
3. sæti – Gauti Guðmundsson – KR
Í alpatvíkeppni þá sigraði Bjarni Þór karlaflokkinn og flokk 18-20 ára. Eyrún Erla sigraði kvennaflokkinn og flokk 16-17 ára ásamt Söru Mjöll Ármanni en þær voru hnífjafnar.
Kempurnar Georg Fannar og Hilmar Snær tókum fram skíðin í tilefni landsmóts. Georg Fannar hafnaði í 7. sæti í báðum greinum en Hilmar keppti aðeins í svigi en hlekktist á og lauk ekki keppni.
Frábær árangur hjá hópnum. Til hamingju öll 👏🏼👏🏼