Fótboltaleikjanámskeið í vetrarfríinu
18. október 2024 | KnattspyrnaÍ vetrarfríi grunnskóla dagana 24, 25 og 28 október ætla leikmenn meistaraflokks kvenna Víkings að bjóða upp á fótboltaleikjanámskeið fyrir börn í 1-4. bekk. Námskeiðið verður frá 9:00-12:00 í Víkinni og verður tekið á móti börnunum í stóra sal Víkings. Stefnt er á að námskeiðið fari fram inni í stóra sal og úti á gervigrasi í Víkinni.
Mikilvægt er að börnin komi með nesti með sér og komi með viðeigandi fatnað fyrir inni og úti fótboltaleikjaskemmtun.
Námskeiðið kostar 10.000 og skráning fer fram á Sportabler (smella hér).
Við hvetjum alla til að skrá sig þar sem við í meistaraflokki lofum alvöru skemmtun og fagmennsku.
Kveðja, Selma Dögg og meistararaflokkur kvenna