Fossvogshlaupi Hleðslu 2020 aflýst

Almenningsíþróttadeild Víkings og framkvæmdaraðilar Fossvogshlaups Hleðslu hafa ákveðið að aflýsa hlaupinu í ár en til stóð að halda viðburðinn þann 27. ágúst n.k.

Fossvogshlaup Hleðslu hefur verið eitt af vinsælustu götuhlaupum Íslands undanfarin ár og þátttakendur að jafnaði verið um 500-700 talsins. Í ljósi hertari samkomureglna og tilmæla frá Almannavörnum vegna Covid-19 er óskynsamlegt að boða til viðburðarins um þessar mundir þar sem hópamyndun, sem fylgir óhjákvæmilega almenningshlaupum, getur aukið hættu á smiti af völdum veirunnar.

Öryggi og heilsa þátttakenda, sjálfboðaliða og starfsmanna hlaupsins er algjört lykilatriði og til að sýna ábyrgð í verki tilkynnist það hér með að Fossvogsvogshlaupi Hleðslu 2020 er aflýst. Skipuleggjendur horfa bjartsýnir til framtíðar og hlakka til að hlaupa með sem flestum að ári. Almenningsíþróttadeild Víkings

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar