fbpx

Ferð til Malmö

24. júní 2022 | Knattspyrna, Félagið
Ferð til Malmö
Komdu með Víkingsliðinu til Malmö

Komdu með Víkingi til Malmö þar sem við spilum gegn sænsku meisturnum hinn 5. júlí nk.

Víkingur býður upp á flugfar báðar leiðir fyrir stuðningsfólk sitt á hagstæðum kjörum þar sem gefst einstakt tækifæri á að ferðast með liðinu.  

Flogið verður með leiguflugi í vél frá Niceair til Kaupmannahafnar og tilbaka tveimur dögum síðar. Flogið er út á sunnudegi og síðan er farið heim beint eftir leik á þriðjudagskvöldi:

Brottför: KEF – CPH sunnudaginn 3. júlí kl. 18:00
Heimflug: CPH – KEF miðvikudaginn 6. júlí kl. 01:00

Hægt er að kaupa flugsæti í gegnum tengilinn hér fyrir neðan. Hótel er ekki innifalið en við bendum við á gistingar í Malmö eða Kaupmannahöfn. Miðar á leikinn verða seldir í gegnum Víking og verður það auglýst fljótlega. Líklega mun verðið á aðgangsmiðum vera í kringum 10.000 kr.

Verðið á flugmiðum báðar leiðir er einungis 65.000 kr. og innifalið er 20 kg taska og handfarangur.

ATHUGIÐ AÐ AÐEINS 100 FLUGSÆTI ERU Í BOÐI – FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR.

Hlekkur: https://booking.niceair.is/Niceair.aspx?originairport=KEF&destinationairport=CPH&adults=1&children=0&infants=0&Language=is&Outbounddate=2022-07-03&Homebounddate=2022-07-06&oneclick=1&bookingagent=17932&pin=9330&new=true