Komdu með Víkingsliðinu til Malmö

Ferð til Malmö

Komdu með Víkingi til Malmö þar sem við spilum gegn sænsku meisturnum hinn 5. júlí nk.

Víkingur býður upp á flugfar báðar leiðir fyrir stuðningsfólk sitt á hagstæðum kjörum þar sem gefst einstakt tækifæri á að ferðast með liðinu.  

Flogið verður með leiguflugi í vél frá Niceair til Kaupmannahafnar og tilbaka tveimur dögum síðar. Flogið er út á sunnudegi og síðan er farið heim beint eftir leik á þriðjudagskvöldi:

Brottför: KEF – CPH sunnudaginn 3. júlí kl. 18:00
Heimflug: CPH – KEF miðvikudaginn 6. júlí kl. 01:00

Hægt er að kaupa flugsæti í gegnum tengilinn hér fyrir neðan. Hótel er ekki innifalið en við bendum við á gistingar í Malmö eða Kaupmannahöfn. Miðar á leikinn verða seldir í gegnum Víking og verður það auglýst fljótlega. Líklega mun verðið á aðgangsmiðum vera í kringum 10.000 kr.

Verðið á flugmiðum báðar leiðir er einungis 65.000 kr. og innifalið er 20 kg taska og handfarangur.

ATHUGIÐ AÐ AÐEINS 100 FLUGSÆTI ERU Í BOÐI – FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR.

Hlekkur: https://booking.niceair.is/Niceair.aspx?originairport=KEF&destinationairport=CPH&adults=1&children=0&infants=0&Language=is&Outbounddate=2022-07-03&Homebounddate=2022-07-06&oneclick=1&bookingagent=17932&pin=9330&new=true

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar