Fannar Helgi lætur af störfum
8. nóvember 2022 | FélagiðFannar Helgi Rúnarsson, sem hefur verið Íþróttastjóri Víkings sl. sex ár, hefur lokið störfum hjá félaginu og við taka nýjar áskoranir hjá honum sem grunnskólakennari í Reykjanesbæ .
Fannar hefur unnið frábært starf fyrir félagið undanfarið sex ár og þó missir félagsins sé mikill þá opnast á sama tíma tækifæri fyrir nýtt fólk til að taka við keflinu og halda áfram að byggja ofan á það glæsilega starf sem unnið er hjá Víkingi.
Við kveðjum Fannar með þakklæti og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.