EuroVikes – fyrstu 2 umferðir í Sambandsdeild Evrópu

Kæru Víkingar. Dregið hefur verið í 1. og 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Í fyrstu umferð mætum við FC Malisheva frá Kosovó. Staðfestir leikdagar eru fimmtudagurinn 10.júlí og fimmtudagurinn 17.júlí. Eins og staðan er núna munum við spila fyrri leikinn á útivelli í Kosovo og seinni leikinn í Hamingjunni. Staðfesting á leikstað og leiktíma verður komin á hreint 20.júní næstkomandi (föstudag) og fljótlega eftir það fer miðasala af stað.

Í dag var svo dregið í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar mætir sigurvegarinn úr einvígi Víkings og FC Malisheva sigurvegaranum úr einvígi KF Vllaznia frá Albaníu eða FC Daugavpils frá Lettlandi. Komist Víkingur í gegnum 1. umferðina mun fyrri leikurinn í 2. umferð fara fram á útivelli (Albaníu eða Lettlandi) og síðari leikurinn í Hamingjunni. Staðfesting á leikstað og leiktíma í þessu einvígi verður komin á hreint 23.júní næstkomandi (mánudag) og fljótlega eftir það fer miðasala af stað.

Hlökkum til að deila með ykkur fleiri EuroVikes augnablikum og við hvetjum alla Víkinga nær og fjær að fylgjast vel með því við þurfum á ykkar stuðningi að halda á heimavelli sem og útivelli. Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Bröndby – Víkingur

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ashley Clark til Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Nikolaj Hansen framlengir út 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Víkingur – Bröndby

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar