EuroVikes á næstunni

Meistaraflokkur karla heldur áfram innreið sinni í Evrópu og eftir stórkostlegan sigur gegn Cercle Brugge í lok október eru Borac (FK Borac Banja Luka) frá Bosníu næstir á dagskrá. Lið Borac situr í 3 sæti í bosnísku úrvalsdeildinni og hafa þeir skorað 20 mörk í 11 leikjum og fengið aðeins 5 á sig.

Borac byrjaði Evrópuævintýri sitt með því að slá út Egnatia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu og þurfti vítaspyrnukeppni til.  Egnatia þekkjum við Víkingar vel enda slógum við þá út í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Eftir sigurinn gegn Egnatia þann 17.júlí síðastliðinn töpuðu Borac sínu næsta einvígi í undankeppni Meistaradeildarinnar gegn PAOK Thessaloniki FC frá Grikklandi. Eftir þetta tap mættu Borac liði KÍ frá Klaksvík í Færeyjum í þriðju umferð undankeppni Europa League og gerðu Borac sér lítið fyrir og slógu frændur okkar úr keppni með 2-1 tapi í Færeyjum en 3-1 sigur á heimavelli tryggði þeim sæti í umspili um sæti í Europa League þar sem þeir mættu Fenerbache frá Tyrklandi.

Fyrri leikur liðanna fór 0-0 í Tyrklandi og á heimavelli Borac endaði leikurinn 1-1 og þurfti því að grípa til framlengingar og vítaspyrnukeppni. Þar voru Fenerbache sterkari og tryggðu sér sæti í deildarkeppni Europa League og Borac fékk því sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fyrsta umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu reyndist okkur Víkingum erfiðari en Borac því þeir náðu jafntefli á heimavelli gegn gríska stórliðinu Panathinaikos. Á sama tíma spiluðum við Víkingar við Omonia frá Kýpur og endaði sá leikur 4-0 fyrir gestgjöfunum.

Í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu náðum við Víkingar í glæsilegan 3-1 sigur gegn Cercle Brugge á heimavelli en á meðan gerðu Borac vel og sóttu 0-1 sigur gegn APOEL Nicosia á Kýpur.

Fyrir leik Víkings og Borac í þriðju umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar er staðan í deildinni á þá leið að Borac situr í 11.sæti með 4 stig og Víkingur í 22.sæti með 3 stig. Efstu 8 liðin fara beint í 16 liða úrslit, en liðin í sætum 9-24 fara í umspil um að komast í 16 liða úrslit. (sjá töfluna neðst í frétt).

Það er því alveg ljóst hvað sigur gegn Borac gerir fyrir #EuroVikes drauma okkar Víkinga og til þess að eiga sem bestan möguleika á sigri þurfum við fulla stúku. Miðasala á leik Víkings og Borac er í fullum gangi á Stubb. Smelltu hér til að kaupa miða.

Að lokum bendum við Víkingum á að taka eftirfarandi dagsetningar frá en alls eru 4 leikir eftir til jóla í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar