Ester og Auður framlengja við Handknattleiksdeild Víkings
20. apríl 2022 | HandboltiTveir leikmenn í meistaraflokki kvenna hafa framlengt samninga sína við Handknattleiksdeild Víkings, en það eru Ester Inga og Auður Brynja.
Ester Inga Ögmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við Víking. Ester, sem er 20 ára leikstjórnandi og skytta, er uppalin í Víking hefur leikið með félaginu allan sinn feril og hefur skorað 159 mörk í deildarkeppni fyrir Víking. Ester er gríðarlega hraður og kraftmikill leikmaður sem skoraði 69 mörk fyrir Víking á síðasta tímabil og var með langflest fiskuð víti í liðinu eða um 25 talsins. Ester endaði tímabilið einnig með frábæra skotnýtingu en hún nýtti um 69% skota sinna og var með um 5 löglegar stöðvanir í leik. Það er mikill fengur fyrir Víking að halda henni innan okkar raða og hlökkum við til að fylgjast með henni vaxa með félaginu.“
Ester Inga Ögmundsdóttir
_________________________________
Auður Brynja Sölvadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Víking og verður hjá okkur næstu tvö árin. Auður þarfnast ekki mikillar kynningar enda var hún á eldi á afstöðnu tímabili þar sem að hún var okkar markahæsti leikmaður með 145 mörk og endaði næst markahæst í Grill 66 deildinni. Auður kom til okkar fyrir síðasta tímabil og hefur vaxið mikið með liðinu og mun vafalaust vera lykilmaður í því að hjálpa liðinu að taka næstu skref.
Það er mikið gleðiefni að ein föstustu skot deildarinnar verða áfram skotin fyrir Víking á næstu tímabili!
Auður Brynja Sölvadóttir
Áfram Víkingur