Frá vinstri á mynd : Kristófer Sigurgeirsson, Erna Guðrún Magnúsdóttir, John Andrews

Erna Guðrún framlengir út 2025

Það gleður okkur að tilkynna að knattspyrnudeild Víkings og Erna Guðrún Magnúsdóttir hafa framlengt samning sinn út tímabilið 2025.

Ernu þarf vart að kynna fyrir Víkingum en hún kom í Hamingjuna frá FH fyrir tímabilið 2023. Hún er einn reyndasti leikmaður liðsins en hún hefur spilað 202 leiki og skorað í þeim 13 mörk.  Erna fór mikinn í hjarta varnarinnar á síðasta tímabili og var í lok tímabils kosin besti leikmaður liðsins af stjórn deildarinnar.

„Erna er frábær leikmaður og leiðtogi. Erna býr yfir gríðarlegum hraða og leikskilning og sýndi okkur það í fyrra hvers megnug hún er og erum við handviss að hún haldi áfram á sömu braut í Bestu deildinni í sumar“

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar