Er barnið þitt að næra sig rétt? Fræðslufundur fyrir foreldra.

Rétt næring fyrir unglinginn þinn?

BUR-handbolti býður foreldra/forráðamenn iðkenda á fræðslufund um næringafræði fyrir unglinginn.

Klukkan 20.00 þann 15.nóvember í veislusalnum í Safamýri ætlar hún Lilja Guðmundsdóttir íþróttanæringafræðingur að halda fræðslufund fyrir foreldra krakka á aldrinum 12 til 18 ára.

Þessi fundur er ætlaður foreldrum/forráðarmönnum enn ekki krökkunum.

Lilja Guðmundsdóttir:

Ég er sjálf fyrrum afrekskona í samkvæmisdönsum þannig að eftir grunnámið (B.Sc.) í næringarfræði kom ekkert annað til greina en að sérhæfa (M.Sc.) mig í næringu í tengslum við íþróttir og þjálfun. Brenn fyrir því að aðstoða íþróttafólk við að næra sig í samræmi við þarfir og byggja upp heilbrigt samband við mat.

Viðfangsefni:

-Máltíðamynstur

-Orkuefnaflokkarnir – hvaðan fá iðkendur prótein, kolvetni og fitu

-Hvernig ætti að raða á diskinn miðað við æfingaálag

-Hvernig setur maður saman máltíðir fyrir og eftir æfingar

-Hugmyndir að máltíðum og millimálum, nestishugmyndir

-Vökvajafnvægi og val á vökva

-Nokkur ráð til að auðvelda næringarríkt fæðuval og vökvainntöku

-Lystarleysi í tengslum við þjálfun og ráð við því

 

Auðvita er öllum foreldrum/forráðarmönnum heimilt að mæta þótt börnin þeirra hafa ekki náð 12 ára aldri.

 

Gaman að sjá sem flesta

 

Kv,

Halldór Harri Kristjánsson yfirþjálfari yngri flokka

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar