Emma Steinsen

Emmu Steinsen Jónsdóttir semur við Víking | Fótbolti

Gengið hefur verið frá samningi við Emmu Steinsen Jónsdóttur (2003)
Emma byrjaði ung að spila með Val og lék með félaginu upp í gegn um alla yngri flokka. Hún spilaði iðulega „upp fyrir sig“ og þá gjarnan með tveimur flokkum í einu en hún á jafnframt nokkra leik í drengjaliði félagsins. Hún vann til fjölda titla og ef ekki hefði verið fyrir frábæra yngri flokka Víkings á sama tíma hefðu titlarnir kannski orðið fleiri!

Hún varð Íslandsmeistari með 4. fl. 2016 og í 3. fl. 2018 og bikarmeistari með 2. fl. 2019. Auk þess að verða Reykjavíkurmeistari með 4. fl. 2017 og Reykjavíkur- og Faxaflómameistari með 3. fl. 2019. Emma á sex leiki með U16 landsliði Íslands, en hún tók þátt í undankeppni Evrópumótsins og Norðurlandamótinu 2019, ásamt því að spila einn leik með U17 það sama ár. Í byrjun árs 2020 gekk Emma til liðs við Gróttu og spilaði með þeim sinn fyrsta leik í meistaraflokki. Hún átti fast sæti í liðinu sem gerði vel í Lengjudeildinni þá um sumarið, en liðið hafði komið upp úr 2. deild sumarið áður.

Hún skipti svo yfir í Val um haustið og spilaði einn leik með þeim vorið 2021, áður en hún gekk til liðs við Fylki. Með Fylki spilaði hún svo sinn fyrsta leik í Pepsí-Max-deildinni. Hún skipti aftur yfir í Gróttu síðar það sumar og lék með þeim út tímabilið. Alls á Emma 31 leik í öllum mótum í mfl., með Gróttu, Val og Fylki og hefur nú bætt við 8 leikjum á undirbúningstímabilinu með Víkingum. Á þessu ári hefur Emma verið valin í æfingahóp U-19 ára landsliðsins.

Það er gríðarlega mikill fengur fyrir Víkinga að fá til liðsins jafn leikreyndan ungan leikmann sem Emma er og er hún boðin velkomin til liðs við félagið.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar