Emma Steinsen & Linda Líf í U23 landsliðið

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U23 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum gegn Marokkó. Leikirnir fara báðir fram í Rabat í Marokkó. Sá fyrri 22. september og sá síðari 25. september.

Eftir glæsilegt sumar að þá eigum við Víkingar tvo fulltrúa í hópnum sem gætu spilað sína fyrstu U23 landsleiki en þær Linda Líf Boama & Emma Steinsen Jónsdóttir hafa verið valdar í hópinn.

Emma Steinsen á samtals 8 leiki fyrir yngri landslið Íslands og eitt mark. Linda Líf á 10 leiki fyrir U19 ára landsliðið og hefur skorað í þeim þrjú mörk.

Emma & Linda áttu frábært tímabil með Víking í sumar sem átti fullkomið tímabil með því að vinna þrennuna ( Lengjubikarinn, Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina )

Við óskum Emma og Lindu innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis með liðinu.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar