Emma Steinsen framlengir til 2025

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Emmu Steinsen Jónsdóttur

Emma var í lykilhlutverki í liði meistaraflokks kvenna Víkings sem í ár vann 3 titla, Mjólkurbikarinn, Lengjudeildina og vann sér með því inn sæti í Bestu deildinni 2024  sem og sigraði sína deild í Lengjubikarnum.

Þessi öflugi varnarmaður hefur nú framlengt samninginn sinn við Víking út keppnistímabilið 2025 og mun því spila með okkur næstu tvö árin til viðbótar hið minnsta.

Emma gekk til liðs við okkur Víkinga árið 2022 og hefur varla misst úr leik síðan þá, hefur alls spilað 55 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 1 mark. Emma var valið í U-23 landsliðið núna í haust fyrir glæsilega frammistöðu í sumar og spilaði með liðinu 2 leiki en samtals á Emma 10 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Frábærar fréttir fyrir okkur Víkinga og óskum við Emmu til hamingju með nýja samninginn!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar