Emma og Sigdís í U-23
18. maí 2024 | KnattspyrnaÞórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U23 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum 28.-31. maí og Emma Steinsen Jónsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir voru þar á meðal.
Emma hefur leikið 10 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og þar af 2 fyrir U-23 liðið. Sigdís hefur leikið 31 landsleik fyrir yngri landsliðin og er í fyrsta skipti kölluð upp í U-23 landsliðið.
Knattspyrnudeild Víkings óskar Emmu og Sigdísi til hamingju með valið og óskar þeim sömuleiðis góðs gengis í því verkefni sem er framundan.
Framtíðin er björt í Hamingjunni!