Emelía áfram hjá Víking | Handbolti
15. júlí 2022 | HandboltiEmelía Dögg Sigmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Víkings og verður því með liðinu á komandi tímabili. Emelía er 32 ára markmaður sem kom til Víkings 2020 en þar á undan spilaði hún með KA/Þór, HK og Val. Við erum gríðarlega ánægð að halda Emelíu þar sem hún tryggir bæði mikla reynslu og gæði hjá liðinu ásamt því að vera frábær liðsfélagi.
Emelía er mjög spennt fyrir komandi tímabili og er staðráðin í því að hjálpa liðinu að taka næstu skref.
Áfram Víkingur