Elíza Gígja framlengir við Víking 

Elíza Gígja Ómarsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársloka 2024.

Elíza Gígja, sem fædd er 2003, tilheyrir sigursælustu árgöngum stúlknaliðs Víkings frá upphafi vega, en árgangar 2001-2003 sópuðu að sé verðlaunum upp í gegn alla yngri flokka. Elíza spilaði sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk félagsins 2020 þegar liðið tefldi í fyrsta sinn fram liði í Lengjudeild eftir slit við HK/Víking og hefur spilað 11 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.

Elíza varð fyrir því óláni að slíta krossband í maí 2022 og er enn í endurhæfing en kemur brátt aftur á völlinn.

Knattspyrnudeild Víkings er afar ángæð að hafa framlengt samning við Elízu.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þakkir til fráfarandi þjálfara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar