Elías nýr yfirþjálfari barna- og unglingaráðs
11. september 2021 | Knattspyrna, FélagiðElías Hlynur Lárusson hefur verið ráðinn yfirþjálfari barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar.
Elías er uppalinn Víkingur, æfði upp yngri flokkana áður en að hann sneri sér að þjálfun. Elías hefur verið aðstoðarþjálfari 5. flokks karla og nú síðast aðalþjálfari 3. flokks kvenna. Elías mun halda áfram þjálfun 3. flokks kvenna samhliða störfum sínum sem yfirþjálfari.
Elías er með KSÍ B þjálfarapróf og útskrifaðist með B.Sc. í íþróttafræði síðastliðið vor. Elías leggur nú stund á KSÍ A þjálfarapróf.
Elías hefur þegar hafði störf og mun starfa við hlið Einars Guðna út septembermánuð til að tryggja yfirfærslu verkefna.
Velkominn til leiks Elías.