Elías Hlynur lætur af störfum

Elías Hlynur Lárusson, sem hefur starfað sem yfirþjálfari Barna- og ungliðaráðs í knattspyrnu síðastliðin tvö ár, mun láta af störfum í lok október og hefja störf hjá Sportabler.

Elías tók við starfinu af Einari Guðna og hefur leitt okkar góða starf síðan af stakri prýði. Elías æfði með Víking upp alla flokka félagsins og þjálfaði m.a. 5. flokk karla og 3. flokk kvenna.

Við Víkingar erum þakklátir að hafa notið mikils metnaðs , ósérhlífni og fagmennsku Elíasar undanfarið. Hann hefur leitt mörg umbótaverkefni ásamt því að halda öllum boltum gangandi í ört vaxandi barna- og unglingastarfi.

Eftirmaður Elíasar hefur verið ráðinn og mun hefja störf 1. október, en Elías mun starfa við hlið nýs yfirþjálfara í október. Tilkynnt verður um ráðninguna á allra næstu dögum.

Um leið og við óskum Elíasi velfarnarðar í nýju starfi þá vonumst við til þess að fá að njóta hans í þjálfun ungra Víkinga í nánustu framtíð.

Takk Elías!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar