Egill Sigurðsson

Egill Sidurðsson kjörinn tennismaður ársins hjá TSÍ

Egill Sigurðsson er eini Íslendingurinn á heimslista alþjóða tennissambandsins (ITF) í dag, númer 1.821. Egill keppti á sextán atvinnumótum í fimm löndum á árinu; Egyptalandi, Hollandi, Kýpur, Spáni og Tyrklandi. Hann vann sex leiki, fjóra þeirra á móti leikmönnum sem eru á heimslista alþjóða tennissambandsins og einn þeirra á stigalista atvinnumanna.

Egill keppti líka í efsta sæti fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti karlalandsliðiða „Davis Cup“ (DC) í júní í Larnaca, Kýpur, á móti Georgíu, Kýpur og Luxembourg.

Egill er frábær fyrirmynd innan sem utan vallar og hefur lagt mikið á sig til að koma sér á heimslista ITF. Hann stundar einnig fjarnám í ensku við Háskóla Íslands.

Víkingur óskar Agli innilega til hamingju með árangurinn á árinu og viðurkenninguna frá Tennissambandi Íslands.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar