fbpx

Egill Sidurðsson kjörinn tennismaður ársins hjá TSÍ | TENNIS

3. maí 2021 | Tennis
Egill Sidurðsson kjörinn tennismaður ársins hjá TSÍ | TENNIS

Í kjöri Tennissambands Íslands og Landsliðsþjálfara um val á Tennismanni ársins 2020 var Egill Sigurðsson úr Víking kjörinn Tennismaður ársins.

Egill er 22 ára gamall og eini íslendingurinn sem komst á heimslista Alþjóða tennissambandsins í einliðaleik nr. 1.648. Egill keppti á 13 atvinnumótum í Egyptalandi, Hollandi, Rúmeniu, Spáni, Túnis og Tyrklandi. Egill sigraði sex leiki og fjóra þeirra á móti leikmönnum á heimslistanum. Einnig stóð hann uppi sem sigurvegari á Meistaramóti TSÍ í meistaraflokki karla í einliðaleik.

Þetta er annað árið í röð sem Egill er kjörinn Tennismaður ársins og er hann fyrirmyndar íþróttamaður jafnt innan vallar sem utan.

Víkingur
Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1 & Safamýri 26
108 Reykjavík
Sími 519 7600
vikingur@vikingur.is