Sölvi nr. 5, Jochum nr. 1, Haraldur nr. 13 & Þorri nr. 20

Efnilegir Víkingar í landsliðsverkefni

Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri spiluðu á dögunum á Telki-Cup æfingamótinu í Ungverjalandi.

Við Víkingar áttum fjóra fulltrúa í hópnum en þeir Jochum Magnússon, Sölvi Stefánsson, Haraldur Ágúst Brynjarsson og Þorri Heiðar Bergmann, leikmenn 3. flokks karla. Sölvi Stefánsson var seldur í sumar til AGF í Danmörku frá okkur Víkingum.

Á mótinu mættu strákarnir Króatíu, Úsbekistan & Ungverjalandi.

Fyrsti leikur liðsins var gegn Króatíu þar sem Íslenska liðið tapið 2-1. Jochum byrjaði leikinn í markinu og þá var Sölvi Stefánsson fyrirliði liðsins í leiknum. Haraldur og Þorri komu inn á sem varamenn í leiknum og skoraði Þorri mark Íslands.

Næsti leikur liðsins var gegn Úsbekistan þar sem liðið vann 2-0 sigur. Haraldur og Þorri voru í byrjunarliði Íslands en Jochum og Sölvi byrjuðu á bekknum en komu inn á í seinni hálfleik.

Þriðji og síðasti leikur liðsins var síðan gegn heimamönnum í Ungverjalandi þar sem liðið tapaði 3-0 gegn sterku liði Ungverja. Þar byrjuðu allir okkar leikmenn, Jochum, Sölvi, Þorri og Haraldur.

Dýrmæt reynsla fyrir þessa efnilegu leikmenn Víkings

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar