Dregið í Meistaradeild Evrópu
17. júní 2024 | KnattspyrnaGleðilega þjóðhátíð kæru Víkingar. Nú styttist í að við fáum að vita hverjir mótherjar okkar verða í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir tímabilið 2024/2025. Dregið verður 18.júní Nyon í Sviss og fulltrúar Víkings verða að sjálfsögðu á staðnum.
Ferðalög til landa á borð við Finnlands, Færeyja, Wales, Írlands, Lettlands og fleiri eru því möguleg á næstunni. Hér að neðan má sjá listann yfir þau lið sem eru „seeded“ í drættinum en þar sem Víkingur er „unseeded“ þá getum við bara mætt liðum af þessum lista í fyrstu umferð.
Uppfært 17.júní kl. 12:30 – þetta eru liðin sem við getum dregist gegn á morgun 18.júní.
- HJK Helsinki (Finnland)
- Flora Tallinn (Eistland)
- KI Klaksvik (Færeyjar)
- Shamrock Rovers (Írland)
- RFS Riga (Lettland)
Hér eru leikdagar fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu 2024/2025.
Undankeppni – fyrsta umferð : 9/10 & 16/17 júlí
Undankeppni – önnur umferð: 23/24 & 30/31 júlí
Undankeppni – þriðja umferð: 6/7 & 13 ágúst
Úrslitaleikir um sæti í riðlakeppni: 20/21 & 27/28 ágúst
Drátturinn sjálfur fer fram þann 18.júni í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Fylgist vel með á samfélagsmiðlum okkar og á vikingur.is – næstu dagar verða spennandi!