Dómaranámskeið fyrir foreldra
8. apríl 2024 | Knattspyrna, FélagiðVíkingur heldur dómaranámskeið fyrir foreldra sem hafa áhuga á að koma inn í dómgæslu yngri flokka.
Hvenær: 10. apríl kl. 20:00
Hvar: Víkin
Smelltu hér til að skrá þig á Sportabler
Víkingur greiðir fyrir öll dómarastörf, og hægt er að láta greiðslur fara upp í æfingagjöld á næstkomandi önn sé þess óskað.
Stofnun dómarafélags innan Víkings, sem mun heita KDV (Knattspyrnudómari Víkings), er á lokastigi og markmiðið með því er að skapa vettvang fyrir fræðslu, samtöl og almenna stemningu fyrir dómarastarfinu.
Hlutverk dómarans er gríðarlega mikilvægt innan félagsins og KDV mun auka fagmennsku, skilning og hvetja til þátttöku í verkefnum félagsins.
Ath! Þú þarft ekki að eiga landsleiki eða hafa verið fótboltagoðsögn til að vera gjaldgeng/ur sem dómari. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að láta þetta ekki framhjá sér fara, líka þau ykkar sem eruð tvístígandi að mæta á námskeiðið. Hvetjum ykkur sérstaklega til að koma og sjá hvort þetta henti.
Öflugt foreldrasamstarf er lykillinn að farsælli uppbyggingu á góðu barna- og unglingastarfi hjá Víking.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest!
Viktor Bjarki
Yfirþjálfari yngri flokka