Díana Ágústsdóttir

Díana kemur heim | Handbolti

Díana Ágústsdóttir hefur samið við Víking til næstu tveggja ára og mun koma til með að spila með liðinu á komandi tímabili. Díana er 28 ára gamall örvhentur hornamaður sem spilaði síðast með Fjölni í Olísdeildinni en hefur áður spilað með Víking, Haukum og Fram. Þess ber þó að nefna að Díana er uppalin í Víking og spilaði síðast með liðinu fyrir um 12 árum síðan í efstu deild.

Það er mikið fagnaðarerindi fyrir okkur að fá hana heim í Víking og mun hún koma til með að styrkja hópinn í vetur með sínum gæðum, reynslu og leikgleði.

Velkomin Díana!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Jólahappdrætti Víkings 2025 – Dregið föstudaginn 9. janúar

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Íþróttakona og íþróttakarl Víkings 2025!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Magnús, Ólafur og Þórður heiðursfélagar

Lesa nánar