Frá vinstri á mynd : Davíð, Selma, Elli

Davíð Atla, Selma Dögg og Elli skrifa undir nýja samninga

Á stuðningsmannakvöldi Víkings sem haldið var í gær skrifuðu Davíð Atlason, Selma Dögg Björgvinsdóttir og Erlingur Agnarsson undir framlengingu á samningum sínum við félagið.

Davíð er uppalinn Víkingur og hefur leikið yfir 200 leiki fyrir félagið. Selma kom í Hamingjuna fyrir tímabilið 2023 og var lykilmaður í liðinu sem vann allt sem var í boði árið 2023. Erlingur, eins og Davíð, hefur unnið allt í Víkingstreyjunni og er sömuleiðis uppalinn í Víkinni. Elli hefur leikið 245 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 44 mörk.

Frábær byrjun á stuðningsmannakvöldinu, vægast sagt.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Davíð, Selmu og Ella til hamingju og við hlökkum til að sjá þau á Heimavelli Hamingjunnar í sumar.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar