Danijel Djuric í U21 árs landsliðið

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sem mætir Írlandi í vináttuleik 27. mars.

Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2025, en Ísland hefur leik í henni 12. september þegar það mætir Tékklandi hér heima. Í riðlinum eru einnig Litháen, Wales og Danmörk.

Danijel Dejan Djuric, leikmaður meistaraflokk karla hefur verið valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Írlandi. Danijel gekk til liðs við okkur Víkinga seinasta sumar og spilaði 15 leiki í Bestu deildinni og skoraði í þeim 5 mörk. Þá hefur Kristall Máni Ingason, fyrrum leikmaður Víkings einnig verið valinn í hópinn.

Við óskum þeim innilega til hamingju með valið

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar