Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Knattspyrnudeild Víkings hefur samþykkt tilboð króatíska úrvalsdeildarfélagsins NK Istra í Danijel Dejan Djuric, leikmann meistaraflokks.

Danijel er fæddur árið 2003, kom í Hamingjuna árið 2022 frá danska liðinu Midtjylland og hefur síðan leikið 119 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 41 mark. Hann hefur einnig leikið 59 landsleiki alls, þar af 3 fyrir A landslið Íslands.

Árið 2022 varð Danijel Mjólkurbikarmeistari með liðinu og árið 2023 bæði Íslands- og Mjólkurbikarmeistari. Í fyrra var Danijel lykilmaður í liði okkar Víkinga sem urðu Meistarar Meistaranna og eru enn að í Sambandsdeild Evrópu.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Danijel velgengni og hamingju á nýjum vettvangi og um leið þökkum við honum kærlega fyrir sitt framlag. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Danni! ❤️🖤 dururururududu! Djuric!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar