Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Daníel Ísak Gústafsson um að taka við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Daníel mun jafnframt stýra Víkingi 2 í 2. deild karla sem aðalþjálfari og annast þjálfun 4. flokks karla hjá félaginu. Að auki mun hann gegna hlutverki verkefnastjóra hjá barna- og unglingaráði félagsins í hlutastarfi, þar sem hann kemur að mótun og þróun á faglegu starfi yngri flokka innan handknattleiksdeildarinnar.

Daníel Ísak kemur með víðtæka reynslu úr þjálfun og leik, og hefur á undanförnum árum byggt upp gott orðspor sem metnaðarfullur og faglegur þjálfari. Hann bætist við metnaðarfullt þjálfarateymi meistaraflokks undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar og mun gegna lykilhlutverki í áframhaldandi uppbyggingu félagsins á öllum stigum.

„Við erum gríðarlega ánægð að fá Daníel Ísak í þjálfarateymið. Hann hefur sýnt mikla fagmennsku og ástríðu fyrir þjálfun og þróun leikmanna. Að fá hann inn sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks, leiðtoga í yngri flokkum og verkefnastjóra í barna- og unglingastarfinu styrkir okkar heildarstarf mjög mikið.“ – Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari meistaraflokks karla og yfirmaður handknattleiksmála

„Ég er þakklátur fyrir traustið sem mér er sýnt hjá Víkingi og hlakka til að taka þátt í metnaðarfullu verkefni með meistaraflokki og að leggja mitt af mörkum í uppbyggingu ungra leikmanna. Þetta er félag með ríka sögu og skýra framtíðarsýn – og ég er spenntur fyrir því sem framundan er.“ – Daníel Ísak Gústafsson

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar