Daníel Hafsteins og Sveinn Margeir í Víkina
1. desember 2024 | KnattspyrnaKnattspyrnudeild Víkings hefur samið við þá Daníel Hafsteinsson og Svein Margeir Hauksson um að spila með liði Víkings í Bestu deild karla. Daníel, fæddur árið 1999 semur út árið 2027 og Sveinn Margeir, fæddur árið 2001 semur út árið 2028. Báðir koma þeir til liðsins frá KA þar sem þeir urðu Mjólkurbikarmeistarar á þessu ári.
Daníel Hafsteinsson hefur leikið meira og minna allan ferilinn með KA en fór til Helsingborgs IF árið 2019 og kom heim og lék eitt tímabil hjá FH árið 2020 áður en hann fór aftur til KA snemma árs 2021. Daníel á að baki 19 landsleiki fyrir yngri landslið íslands og hefur skorað í þeim 1 mark. Hann lék sinn fyrsta A landsleik gegn Suður Kóreu þann 11.nóvember 2022.
Sveinn Margeir Hauksson hefur sömuleiðis leikið meira og minna allan sinn feril með KA og stundar meistaranám i fjármálaverkfræði í Bandaríkjunum samhliða fótboltanum.
Báðir eru þeir gríðarlega spennandi leikmenn. Daníel getur spilað meira eða minna allar stöður miðsvæðis á vellinum. Sveinn Margeir er gríðarlega kraftmikill leikmaður sem getur spilað allar framliggjandi stöður. Það skiptir okkur miklu máli að fá ákveðna tegund af leikmönnum í Víkina og báðir passa þeir fullkomlega inn í þá hugmyndafræði sem við vinnum eftir hér í Hamingjunni.
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking.
Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir því með mikilli hamingju að Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson eru komnir í Víkina! ❤️🖤