Dagný Rún Pétursdóttir framlengir til loka árs 2027

Dagný Rún Pétursdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til loka árs 2027.

Dagný, sem er fædd árið 2003 hefur verið einn af lykil leikmönnum Víkings síðustu ár. Hún hefur síðustu ár verið í námi í Bandaríkjunum en er núna komin heim og skrifað undir samning við félagið til loka árs 2027.

Dagný hefur allan sinn meistaraflokksferil spilað fyrir Víking (og þar áður HK/Víking) og á að baki 118 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 27 mörk, þar af 5 mörk í Bestu deildinni í sumar. Dagný á að baki 7 landsleiki og þarf af 1 landsleik fyrir U-23 sem skráist sem A-landsleikur.

Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við Dagný og halda áfram að byggja ofaná það starf sem hefur verið unnið í Fossvoginum síðustu ár.

Áfram Víkingur ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Styrktarnámskeið Víkings og Elite þjálfunar fyrir yngri flokka

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings – Miðasala er hafin!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Staða framkvæmda á svæðum Víkings – Ný lýsing í Safamýri

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aukaaðalfundur HKD og BUR HKD

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar