Dagný Rún Pétursdóttir

Dagný Rún kölluð upp í u23- landslið kvenna

Þorsteinn H. Halldórsson og Jörundur Áki Sveinsson hafa valið hóp fyrir leik U23 kvenna gegn Eistlandi. Eistland mun tefla fram A landsliði í leiknum, sem verður skráður sem A-landsleikur, en Ísland mun tefla fram U23 landsliði.

Leikurinn fer fram Pärnu Rannastaddion föstudaginn 24. júní kl. 16:00. Beint streymi verður frá leiknum á miðlum KSÍ.

Jörundur Áki Sveinsson mun stjórna liðinu í leiknum.

Dagný Rún Pétursdóttir ( F. 2003 ) leikmaður Víkings var valinn í hópinn fyrir komandi leik U23 – Landslið kvenna. En þrátt fyrir ungan aldur hefur Dagný Rún spilað mikilvægt hlutverk í liði Víkings seinustu 2 ár.

Við óskum Dagný Rún innilega til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis með liðinu í Eistlandi.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar