Dagbjört Lena ráðin Íþróttafulltrúi Víkings

Dagbjört Lena Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu íþróttafulltrúa Knattspyrnufélagsins Víkings og mun hún hefja störf hjá félaginu 1. júlí. Íþróttafulltrúi heyrir undir aðalstjórn félagsins og starfar þannig fyrir allar deildir í nánu samstarfi við Íþróttastjóra Víkings. Í starfi sínu mun Dagbjört starfa náið með deildum, þjálfurum, iðkendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum í tengslum við æfingar og viðburði. Þá mun Dagbjört aðstoða félagið og deildir þess við námskeiðahald, mótahald og fjáraflanir ásamt því að vinna almennt að aukningu í þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi Víkings. Íþróttafulltrúi mun mestmegnis hafa viðveru í íþróttamannvirki Víkings í Safamýri.
Dagbjört, sem er 25 ára gömul, er með BA-gráðu í félagsfræði og hefur nýlokið diplómanámi í viðburðastjórnun. Mikil ánægja er innan Víkings með ráðningu á Dagbjörtu og bjóðum við hana velkomna í félagið okkar.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar