Daði Berg Jónsson til Vestra á láni

Knattspyrnudeild Víkings, Vestri og Daði Berg Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Daði Berg leiki með Vestra á komandi tímabili í Bestu Deildinni. Daði er fæddur árið 2006 og hefur leikið 15 leiki fyrir meistaraflokk og skorað í þeim 3 mörk. Hann hefur einnig leikið 6 leiki fyrir U-19 landslið Íslands og skorað í þeim 2 mörk.

Gefum Kára Árnasyni yfirmanni knattspyrnumála orðið

Daði er klárlega framtíðarleikmaður hjá Víking en aðalmálið núna er að hann spili á hæsta stigi leiksins sem hann er svo sannarlega tilbúinn í. Við erum með gríðarlega sterka miðju í á þessu tímabli og hann myndi alltaf fá spiltíma en það mikilvægasta fyrir Daða á þessum tímapunkti er að hann spili alla leiki. Vestri sýndi mikinn áhuga á  að fá hann á láni og teljum við að reynslan sem Daði fær fyrir vestan í sumar verði bæði honum og Víking dýrmæt.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Daða góðs gengis í sumar ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar