Daði Berg Jónsson til Vestra á láni

Knattspyrnudeild Víkings, Vestri og Daði Berg Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Daði Berg leiki með Vestra á komandi tímabili í Bestu Deildinni. Daði er fæddur árið 2006 og hefur leikið 15 leiki fyrir meistaraflokk og skorað í þeim 3 mörk. Hann hefur einnig leikið 6 leiki fyrir U-19 landslið Íslands og skorað í þeim 2 mörk.

Gefum Kára Árnasyni yfirmanni knattspyrnumála orðið

Daði er klárlega framtíðarleikmaður hjá Víking en aðalmálið núna er að hann spili á hæsta stigi leiksins sem hann er svo sannarlega tilbúinn í. Við erum með gríðarlega sterka miðju í á þessu tímabli og hann myndi alltaf fá spiltíma en það mikilvægasta fyrir Daða á þessum tímapunkti er að hann spili alla leiki. Vestri sýndi mikinn áhuga á  að fá hann á láni og teljum við að reynslan sem Daði fær fyrir vestan í sumar verði bæði honum og Víking dýrmæt.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Daða góðs gengis í sumar ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar