Byrjendanámskeið Hengils (Skíðadeildir Víkings og ÍR)
4. janúar 2024 | Skíði, FélagiðByrjendanámskeið verða haldin næstu helgar á vegum Hengils (Skíðadeildir Víkings og ÍR) fyrir börn fædd 2015 til og með 2019. Námskeiðið fer fram á svæðinu og brekkunum við Skíðaskála Hengils á suðursvæði Bláfjalla.
Námskeiðið verður keyrt í 2 hópum yfir 1 helgi.
Fyrsta námskeið er fyrir og eftir hádegi eftirfarandi daga :
- Fyrsti dagur: Laugardagur 13.01, kl 10:30-12:30 (hópur A) og kl 13:00-15:00 (hópur B)
-
Annar dagur: Sunnudagur 14.01, kl 10:30-12:30 (hópur A) og kl 13:00-15:00 (hópur B)
Verð: 25.000 kr og gengur það upp í æfingargjöld ef barn byrjar að æfa skíði með Hengli. Ath: Lyftukort er ekki innifalið í námskeiðsgjaldi.
Veðrið getur haft mikil áhrif á námskeiðið, ef veður verður vont og ekki opið í fjallinu mun námskeiðið færast til um helgi.
Þjálfarar eru: Dagmar Ýr (yfirþjálfari Hengils), Freyja, Margrét Eva og Signý
Skráning fer fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfOTP3egsCupFfkOuIKXHxI_XiAAMiyqssYbHO1_-8LQtR7Aw/viewform