Bröndby – Víkingur í beinni á Livey

Kæru Víkingar. Á morgun mæta EuroVikes á Bröndby Stadion í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Livey Sports og í samstarfi við Livey fá allir Víkingar 20% afslátt af áskrift með því að nota kóðann : vikingur

Leikurinn er hluti af Livey Sport áskriftinni, þar sem allir leikir úr Lengjudeildinni, LaLiga, Serie A, Ligue 1 o.fl. er sýnt.

Þú einfaldlega skráir þig í áskrift á https://watch.livey.events/subscriptions og í kaupferlinu slærðu inn afsláttarkóðann vikingur og þú færð þá fyrsta mánuðinn á aðeins 2.560 í stað 3.200. Veisla!

Þegar áskriftin er klár þá getur þú tengt áskriftina við Sjónvarp Símans áskriftina þína en það er gert hér með rafrænni auðkenningu:
https://siminn-auth.livey.events

Þegar þessi tenging er komin á getur þú horft í gegnum Sjónvarp Símans appið eða í myndlyklinum sem þú ert með í dag frá Sjónvarpi Símans.

Livey appið er einnig aðgengilegt fyrir Samsung, LG, og Google TV (Philips, Sony, TCL, Hisense og fleiri tæki) Sækja app hér : https://play.google.com/store/apps/details?id=com.livey.tv&hl=en
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum er hægt að hafa samband beint við Livey í gegnum „Hjálp“ takkann á vef Livey og þar er starfsfólk á vaktinni. Eitt algengasta vandamálið er að notendur virkji Livey aðganginn á Sjónvarpi Símans með sinni kennitölu en Sjónvarp Símans aðgangurinn er þá t.d. skráður á kennitölu maka. Livey aðstoðar þig við að koma þessu  í gang!
Koma svo. Áfram Víkingur! 🖤❤️

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Fylgd ungra Víkinga úr frístundaheimilum

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Hleðsluhlaup Víkings 2025

Lesa nánar