Breytingar í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna

Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnir að John Henry Andrews þjálfari meistaraflokks kvenna og Björn Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfari liðsins hafa látið af störfum sem þjálfarar meistaraflokks kvenna.

John tók við þjálfun liðsins í nóvember 2019 og náði frábærum og eftirtektarverðum árangri í sínu starfi. John fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að byggja upp nýjan meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Á þessum tíma sigraði liðið Lengjudeildina 2023, varð Mjólkurbikarmeistari árið 2023 og lenti í 3.sæti Bestu deildar kvenna árið 2024. Björn kom inn í þjálfarateymi liðsins haustið 2024 en hann þjálfaði áður um árabil hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstads DFF og síðan Selfoss áður en hann kom heim í Víking.

Það er ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings að nú sé tímabært að gera breytingar með hagsmuni liðsins og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Stjórn knattspyrnudeildar Víkings þakkar John og Birni fyrir samstarfið og óskar þeim velfarnaðar og hamingju í næstu verkefnum.

Stjórnin hefur þegar hafið undirbúning að ráðningu nýs þjálfara og verður tilkynnt um framhaldið þegar það liggur fyrir.

F.h. stjórnar Knattspyrnudeildar Víkings
Heimir Gunnlaugsson, formaður

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagný Rún Pétursdóttir framlengir til loka árs 2027

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Styrktarnámskeið Víkings og Elite þjálfunar fyrir yngri flokka

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings – Miðasala er hafin!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Staða framkvæmda á svæðum Víkings – Ný lýsing í Safamýri

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aukaaðalfundur HKD og BUR HKD

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar