Æfingar í 9. flokki karla og kvenna haustið 2025 hefjast á morgun, 2. september. Eins og áður fara æfingarnar fram í Álftamýrarskóla og Réttarholtsskóla. Æfingarnar í Álftó eru á þriðjudögum kl 17:00-17:45 og æfingarnar í Réttó eru á fimmtudögum kl 16:30-17:15. Þjálfarar eru Ásta Björk Agnarsdóttir og Heiðar Snær Tómasson. Öllum er velkomið að koma og prófa áður en barn er skráð.