Boltaskóli barnanna sumarið 2024
11. júní 2024 | KnattspyrnaKnattspyrnufélagið Víkingur býður upp á Boltaskóla barnanna sumarið 2024.
Boltaskólinn er fyrir börn fædd 2020 og 2021 og er markmiðið að kynna okkar allra yngstu iðkendum fyrir Knattspyrnu á félagssvæði Víkings.
Þjálfari er Marteinn Briem ásamt dyggum hópa aðstoðarmanna úr yngri flokka starfi Víkings.
Námskeiðið telur 6 æfingar í júlí og ágúst og kostar 9.000 kr.
Skráning hefst á morgun, miðvikudaginn 11. júní klukkan 12:00 hér
Frekari upplýsingar veitir Ívar Orri, Íþróttastjóri eða Viktor Bjarki, Yfirþjálfari.