Björk Björnsdóttir semur við Víking

Knattspyrnudeild Víkings hefur gert samning við reynslumikla markmanninn Björk Björnsdóttir út keppnistímabilið 2023.

Björk er gríðarlega reynslumikill markmaður sem byrjaði sinn meistaraflokksferil árið 2007 þá aðeins 18 ára gömul.

Hún hefur á sínum ferli spilað með Fylki, Val, Avaldsnes í Noregi, HK og nú síðast KR seinusta sumar í Bestu deild kvenna. Björk á einnig 5 tímabil að baki með sameiginlegu kvennaliði HK/Víking frá árinu 2014-2019.

Þá á Björk á einnig 9 leiki fyrir yngri landsliðum Íslands.

Björk á samtals 311 leiki á Íslandi og þar af eru 110 leikir í efstu deild kvenna og ljóst að hún kemur til með að styrkja enn frekar þann stóra hóp leikmanna sem Víkingar hafa nú á að skipa.

Félagskiptaglugginn er lokaður til 18. júlí og mun Björk því ekki fá leikheimild til að spila með liðinu fyrr en þá.

Velkomin á aftur heim Björk

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar