Bjarki Björn framlengir samninginn sinn

Bjarki Björn Gunnarsson hefur framlengt samninginn sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársins 2025.

Bjarki er 22 ára uppalinn Víkingur sem getur spilað á miðjunni og bakverði. Bjarki kemur úr efnilegum 2000 árgangi Víkings og spilaði upp alla yngri flokka Víkings, en hann fór á lán til Þrótt Vogum árið 2021 og hjálpaði liðinu að vinna 2. deildinni. Hann var síðan viðlogandi meistaraflokk Víkings fyrri hluta seinasta tímabils en fór síðan á lán til Kórdrengja seinni hluta sumarsins þar sem hann spilaði 6 leiki með liðinu og skoraði í þeim eitt mark.

Bjarki er flottur, uppalinn drengur sem hefur tekið gríðarlega framförum seinustu ár. Getur leyst margar stöður á vellinum og hefur mikla greind sem knattspyrnumaður. Hann er kemur úr sterkum 2000 árangi Víkings og er uppeldisbróðir Loga og Viktors

  • Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála

Víkingur bindir miklar vonir við Bjarka í framtíðinni og getum við glaðst yfir því að uppaldir leikmenn halda tryggð við félagið.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar