fbpx

Bjarki Björn framlengir samninginn sinn

30. janúar 2023 | Knattspyrna
Bjarki Björn framlengir samninginn sinn

Bjarki Björn Gunnarsson hefur framlengt samninginn sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársins 2025.

Bjarki er 22 ára uppalinn Víkingur sem getur spilað á miðjunni og bakverði. Bjarki kemur úr efnilegum 2000 árgangi Víkings og spilaði upp alla yngri flokka Víkings, en hann fór á lán til Þrótt Vogum árið 2021 og hjálpaði liðinu að vinna 2. deildinni. Hann var síðan viðlogandi meistaraflokk Víkings fyrri hluta seinasta tímabils en fór síðan á lán til Kórdrengja seinni hluta sumarsins þar sem hann spilaði 6 leiki með liðinu og skoraði í þeim eitt mark.

Bjarki er flottur, uppalinn drengur sem hefur tekið gríðarlega framförum seinustu ár. Getur leyst margar stöður á vellinum og hefur mikla greind sem knattspyrnumaður. Hann er kemur úr sterkum 2000 árangi Víkings og er uppeldisbróðir Loga og Viktors

  • Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála

Víkingur bindir miklar vonir við Bjarka í framtíðinni og getum við glaðst yfir því að uppaldir leikmenn halda tryggð við félagið.