Birta Guðlaugsdóttir semur við Víking

Birta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Víkings.

Birta er 22 ára markmaður sem kemur til liðsins frá Val en Birta stundar einnig nám í Bandaríkjunum og spilar þar í háskólaboltanum.

Þrátt fyrir ungan aldur á Birta 96 meistaraflokksleiki þar af 26 í efstu deild. Þá hefur Birta spilað 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Það er mikið fagnarefni fyrir okkur Víkinga að fá Birtu í okkar raðir og mun hún styrkja liðið fyrir komandi átök í Bestu Deildinni.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar