Samningar undirritaðir við Birtu Birgisdóttur og Jóhönnu Lind Stefánsdóttur

Birta Birgisdóttir og Jóhanna Lind semja við Víking

Enn bætist í öflugan hóp meistaraflokks kvenna, en gengið hefur verið frá félagaskiptum þeirra Birtu Birgisdóttur (2003) Jóhönnu Lindar Stefánsdóttur (2001) yfir í Víking. Þær búa báðar að töluverðri reynslu í meistaraflokki og hafa verið iðnar við markaskorun fyrir sín fyrri lið.

Jóhanna Lind sleit fyrstu fótboltaskónum austur á Neskaupsstað og spilaði með Þrótti upp í gegn um alla yngri flokka. Hún gekk síðar til liðs við sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar og enn síðar til liðs við Fjarðarbyggð/Hött/Leikni og spilaði með þeim sinn fyrsta leik í meistaraflokki 2017 og lék alls 60 leiki með þeim fram á vorið 2021. Hún skipti þá yfir í Keflavík og lék með þeim alls 18 leiki og þar af 9 leiki í efstu deild. Hún missti hins vegar út stærstan hluta síðasta sumars vegna meiðsla. Hún hefur i þessum 78 leikjum skorað alls 28 mörk.

Birta byrjaði líka sinn feril hjá Þrótti, en sá Þróttur er í Reykjavík. Hún skipti yfir í Breiðablik 2016 og fór markahæst með þeim í úrslitaleik Íslandsmótsins í 4.fl. það sumar, sem tapaðist reyndar fyrir Víkingum! Hún varð Bikarmeistari með Blikum í 3.fl. 2018  og Íslandsmeistari 2019. Hún spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki með Augnablik, vorið 2018 og lék alls 75 leiki með þeim fram á mitt sumar 2021, en skipti þá yfir í Gróttu og lék með þeim út tímabilið. Hún gekk svo til liðs við Hauka fyrir tímabilið 2022 og lék alls 23 leiki fyrir þá. Alls á hún 103 leiki í mfl. og hefur í þeim skorað 17 mörk.

Víkingar bjóða þær Jóhönnu Lind og Birtu innilega velkomnar í félagið og óska þeim til hamingju með samningana.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar