Birnir Snær valinn Shake&Pizza leikmaður maí mánaðar

Knattspyrnudeild Víkings mun í sumar velja leikmann hvers mánaðar, en þetta er nýjung hjá félaginu. Í lok tímabilsins munu stuðningsmenn fá að velja leikmann ársins og verða þau verðlaun veitt á lokahófi deildarinnar.

Leikmaður mánaðarins verðlaunin eru veitt í samstarfi við Shake&Pizza og fær leikmaður mánaðarins veglegt gjafabréf frá fyrirtækinu að launum.

Birnir Snær Ingason sigraði kosningu maí mánaðar  með 112 atkvæði, Birnir Snær var einnig kosinn leikmaður apríl mánaðar og er þetta annað skiptið í röð sem hann hlítur leikmaður mánaðarins. Nikolaj Hansen, Gunnar Vatnhamar og Logi Tómasson voru einnig tilnefndir eftir frábæra spilamannesku í maí mánuði.

Til hamingju Birnir Snær!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Jólahappdrætti Víkings 2025 – Dregið föstudaginn 9. janúar

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Íþróttakona og íþróttakarl Víkings 2025!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Magnús, Ólafur og Þórður heiðursfélagar

Lesa nánar