Birnir var kjörinn besti leikmaðurinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2023 af leikmönnum deildarinnar og á dögunum var hann kjörinn íþróttakarl Víkings.

Birnir Snær í A landsliðið

Åge Hareide hefur gert þrjár breytingar á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins fyrir komandi vináttuleiki í janúar. Ísland mætir Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar og fara báðir leikirnir fram á heimavelli Inter Miami í Bandaríkjunum.

Birnir Snær Ingason leikmaður meistaraflokks Víkings hefur verið valinn í hópinn. Birnir gekk til liðs við Víking árið 2022 og hefur spilað 83 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 21 mark, þar af komu 12 mörk á liðnu sumri.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Birni velgengni í komandi verkefni fyrir Íslands hönd. Áfram Víkingur og áfram Ísland! ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar