fbpx

Birnir Snær í A landsliðið

3. janúar 2024 | Knattspyrna
Birnir Snær í A landsliðið
Birnir var kjörinn besti leikmaðurinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2023 af leikmönnum deildarinnar og á dögunum var hann kjörinn íþróttakarl Víkings.

Åge Hareide hefur gert þrjár breytingar á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins fyrir komandi vináttuleiki í janúar. Ísland mætir Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar og fara báðir leikirnir fram á heimavelli Inter Miami í Bandaríkjunum.

Birnir Snær Ingason leikmaður meistaraflokks Víkings hefur verið valinn í hópinn. Birnir gekk til liðs við Víking árið 2022 og hefur spilað 83 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 21 mark, þar af komu 12 mörk á liðnu sumri.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Birni velgengni í komandi verkefni fyrir Íslands hönd. Áfram Víkingur og áfram Ísland! ❤️🖤