Birnir Snær framlengir til 2025

Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með ánægju að Birnir Snær Ingason hefur framlengt samning sinn við félagið.

Kantmaðurinn hefur skrifað undir samning til ársins 2025 en Birnir Snær gekk til liðs við Víking frá HK árið 2021. Hann hefur blómstrað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar í sumar og hefur verið einn af betri leikmönnum Bestu deildarinnar, en hann var m.a. valinn leikmaður mánaðarsins hjá Víkingi í apríl og maí og valinn leikmaður mánaðarins hjá Stúkunni í júní.

Það er gríðarlega sterkt að vera búnir að framlengja við Birni Snæ sem hefur verið virkilega öflugur fyrir okkur seinustu tvö ár og heldur sífellt áfram að bæta sinn leik. Hann er mjög mikilvægur leikmaður innan sem utan vallar og er frábær fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina sem er að stíga sín fyrstu skref í Meistaraflokki Víkings

  • Arnar Gunnlaugsson

 

Birnir er einn hæfileikríkasti leikmaður deildarinnar og það hefur verið mikill stígandi í hans leik. Hann hefur sannað það í sumar að hann er einn hæfileikaríkasti leikmaðurinn á Íslandi og hefur verið einn allra besti leikmaðurinn í deildinni. Við Víkingar getum glaðst yfir því að Birnir sé búinn að framlengja við félagið til tveggja ára í hið minnsta

  • Kári Árnason

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar