Birgitta Rún og John Andrews við undirritun samningsins

Birgitta Rún Yngvadóttir skrifar undir sinn fyrsta samning

Birgitta Rún Yngvadóttir (2007) hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Víking og gildir hann út 2026. Birgitta er uppalin í Víking og spilaði sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk á nýliðnu tímabili.

Gefum John Andrews þjálfara meistaraflokks orðið

Birgitta er leikmaður sem við bindum miklar vonir við hér í Hamingjunni. Hún var að glíma töluvert við meiðsli á síðasta tímabili en er að komast aftur í sitt besta form og ætlar sér að brjóta sér leið inn í meistaraflokkshópinn fyrir árið 2025. Birgitta er mikill íþróttamaður og í bland við hæfileika hennar hefur hún allt sem þarf til að verða mikilvægur leikmaður fyrir okkur Víkinga. Fylgist með nafninu hennar á næsta tímabili.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Birgittu innilega til hamingju með sinn fyrsta samning og við hlökkum til að sjá meira af henni á Heimavelli Hamingjunnar. ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar