fbpx

Bikarúrslit kvenna: Víkingur – Breiðablik

24. júlí 2023 | Knattspyrna
Bikarúrslit kvenna: Víkingur – Breiðablik
Víkingur mun mæta Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna árið 2023.
 
Leikurinn verður spilaður föstudaginn 11. ágúst kl 19:00 á Laugardalsvelli og því skylda fyrir alla Víkinga að taka daginn frá! Víkingur mun vera með upphitun í Safamýri fyrir leik, dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
 
Miðasala fyrir leikinn mun fara fram í gegnum Tix.is og hefst þriðjudaginn 1. ágúst kl 12:00, selt verður í númeruð sæti á Laugardalsvelli.
 
Miðaverð
17 ára og eldri: 2.000kr
16 ára og yngri: 500kr
 
Áfram Víkingur!