Besta Deildin hefst 10. apríl

Besta Deildin hefst mánudaginn 10. apríl þegar við förum á Samsung völlinn í 1. umferðinni og mætum Stjörnunni.

Eftir 7 mánaða bið þá er lengsta undirbúningstímabil í heimi að taka enda og Besta deildin loksins að byrja aftur. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar eru tilbúnir í slaginn og ætla sér að sækja skjöldinn og koma með hann þar sem hann á heima í víkinni.

ÍTF ( Íslenskur toppfótbolti ) hélt kynningarfund í hádeginu þar sem var farið yfir komandi fótboltasumar, kynnt spá formanna, fyrirliða & þjálfara og þá var Bestu deildar auglýsinginn frumsýnd.

Víkingum er spáð 3. sæti í sumar, Valur 2. sætinu og þá eru núverandi Bestu deildar meistarar spáð sigri í sumar. En lærisveinar Arnars láta þá spá ekki framhjá sér fara og stefna ótrauðir á að enda ofar.

ÍTF kynnti á fundinum áðan að búið er að laga Fantasy leikinn fyrir sumarið og er stefnt á að Fantasy deildinn opni á nýjum leik 5. apríl næstkomandi 5 dögum fyrir fyrsta leik.

Hér fyrir neðan má finna auglýsingunna fyrir Bestu deild karla

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar