Besta Deildin hefst 10. apríl

Besta Deildin hefst mánudaginn 10. apríl þegar við förum á Samsung völlinn í 1. umferðinni og mætum Stjörnunni.

Eftir 7 mánaða bið þá er lengsta undirbúningstímabil í heimi að taka enda og Besta deildin loksins að byrja aftur. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar eru tilbúnir í slaginn og ætla sér að sækja skjöldinn og koma með hann þar sem hann á heima í víkinni.

ÍTF ( Íslenskur toppfótbolti ) hélt kynningarfund í hádeginu þar sem var farið yfir komandi fótboltasumar, kynnt spá formanna, fyrirliða & þjálfara og þá var Bestu deildar auglýsinginn frumsýnd.

Víkingum er spáð 3. sæti í sumar, Valur 2. sætinu og þá eru núverandi Bestu deildar meistarar spáð sigri í sumar. En lærisveinar Arnars láta þá spá ekki framhjá sér fara og stefna ótrauðir á að enda ofar.

ÍTF kynnti á fundinum áðan að búið er að laga Fantasy leikinn fyrir sumarið og er stefnt á að Fantasy deildinn opni á nýjum leik 5. apríl næstkomandi 5 dögum fyrir fyrsta leik.

Hér fyrir neðan má finna auglýsingunna fyrir Bestu deild karla

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar