Bergdís & Sigdís í hópnum sem tekur þátt í lokakeppni EM

Margrét Magnúsdóttir, U19 ára landsliðsþjálfari Íslands hefur valið 20 leikmenn sem spila fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2023 í Belgíu dagana 18. – 30. júlí.

Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi.

U19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti á lokamót EM með 2-1 sigri á Svíþjóð í milliriðlinum fyrir EM þann 10. apríl síðastliðinn en fyrr í sömu vikunni sigraði liðið England 1-0 og sigraði því riðil sem innihélt England, Ungverjaland og Tyrkland.

Bergdís Sveinsdóttir & Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmenn Víkings hafa verið valdar í hópinn sem tekur þátt en Bergdís og Sigdís eru fædddar árið 2006 og eru því á 17 aldurs ári. Þær eru hafa báðar spilað stór hlutverk með serku liði Víkings í sumar sem situr á toppi Lengjudeildarinnar og eru komnar í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna.

Við óskum Bergdísi og Sigdís innilega til hamingju með valið og óskum þeim og U19 ára landsliðinu góðs gengis.

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar